Félagið leitast við að viðhalda sterkri lausafjárstöðu og lítilli skuldsetningu. Eignasafn félagsins er dreift milli eignaflokka og landfræðilega. Gnitanes er fyrst og fremst að leita eftir fjárfestingum með jákvætt sjóðstreymi og góðan fyrirsjáanleika. Að svo stöddu tökum við ekki þátt í frekari fjárfestingum í sprotafyrirtækjum.



